
Stjórn TM og undirnefndir stjórnar
Stjórn TM trygginga hf.
Ásta Þórarinsdóttir, formaður stjórnar
Ásta tók sæti í stjórn TM 2025. Hún er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í fjárfestingastjórnun frá Cass-háskóla í Bretlandi og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfamiðlun. Hún var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins á árunum 2014-2019 og í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands 2020-2024. Hún stofnaði ásamt öðrum Eva Consortium og Sinnum heimaþjónustu árið 2008. Hún var framkvæmdastjóri Eva Consortium til ársins 2020, framkvæmdastjóri Sinnum 2009-2014 og stjórnarformaður félagsins 2014-2024. Ásta bættist í eigendahóp Yoga & Heilsu árið 2020 og hefur verið eini eigandi og framkvæmdastjóri frá 2023. Ásta hefur setið í ýmsum öðrum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Jökla Verðbréfa og ISB Holding.
Ásta er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins. Ásta er fædd árið 1970.
Helgi Bjarnason, varaformaður stjórnar
Helgi tók sæti í stjórn TM 2025. Hann er með meistaragráðu í tryggingastærðfræði frá Köbenhavns University og með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum í starfsemi lífeyrissjóða. Helgi var forstjóri Vátryggingafélags Íslands 2017-2023. Á árunum 2010-2017 var hann framkvæmdastjóri hjá Arion banka og þar áður var hann aðstoðarforstjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf. og framkvæmdastjóri líftryggingastarfseminnar. Helgi hefur setið í stjórn Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga, Lífís, Okkar líftrygginga, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Sambandi íslenskra tryggingafélaga.
Helgi starfaði sem ráðgjafi fyrir Landsbankann 2023-2025 og telst því ekki óháður stórum hluthöfum. Innri stefnum, reglum og ferlum TM um armslengdarsjónarmið, hagsmunaárekstra og skjölun ákvarðana er ætlað að tryggja að stjórnarseta hans skapi ekki hættu á hagsmunaárekstrum. Helgi er fæddur árið 1969.
Hreiðar Bjarnason
Hreiðar Bjarnason tók sæti í stjórn TM 2025. Hann er framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans og staðgengill bankastjóra. Hreiðar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með M.Sc. gráðu í fjármálafræðum frá London Business School og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hreiðar hóf störf í Landsbanka Íslands hf. árið 1998, fyrst sem sérfræðingur í Markaðsviðskiptum og síðar í Fjárstýringu. Hreiðar tók við sem framkvæmdastjóri Markaða og fjárstýringar Landsbankans hf. snemma árs 2010. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Fjármálasviðs Landsbankans árið 2012. Hreiðar hefur m.a. setið í stjórnum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, Framtakssjóðs Íslands og Eyrir Invest
Hreiðar situr í framkvæmdastjórn Landsbankans, móðurfélags TM, og telst því ekki óháður stórum hluthöfum. Innri stefnum, reglum og ferlum TM um armslengdarsjónarmið, hagsmunaárekstra og skjölun ákvarðana er ætlað að tryggja að stjórnarseta hans skapi ekki hættu á hagsmunaárekstrum. Hreiðar er fæddur árið 1973.
Inga Björg Hjaltadóttir
Inga Björg var fyrst kjörin í stjórn TM í apríl 2021. Hún er sviðsstjóri starfsfólks og skipulags hjá Cowi. Inga útskrifaðist með Cand. Jur. gráðu frá Háskóla Íslands árið 1995 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003. Hún er einn stofnenda Attentus, mannauður og ráðgjöf, og starfaði hjá félaginu 2007-2024, síðustu ár sem framkvæmdastjóri, auk þess að sinna ráðgjöf og lögmannsstörfum. Inga var meðeigandi í Lögfræðistofu Reykjavíkur 2016-2020 og hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2003. Áður var Inga deildarstjóri hjá Eimskip 1999-2003, lögfræðingur og síðar staðgengill starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar á árunum 1996-1999. Inga hefur áður setið í stjórnum Carbon Recycling International, Límtrés Vírnets, E-Farice og Smellins eignarhaldsfélags. Hún var einnig áður nefndarmaður í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, Strætó BS, Malbikunarstöðvarinnar Höfða, Faxaflóahafna, Sorpu, Félagsbústaða og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þá var hún formaður kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Inga er einnig dómari í Félagsdómi f.h. íslenska ríkisins, tilnefnd af fjármálaráðherra, og situr í tilnefningarnefnd Festi. Inga var jafnframt stundakennari í alþjóða viðskiptarétti við Háskólann á Bifröst árin 2004-2011, auk þess sem hún sinnti kennslu í lögfræði fyrir nemendur í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík árin 2005-2008 og tilfallandi stundakennslu við sama skóla og Opna háskólann.
Inga Björg er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins. Hún er fædd árið 1970.
Þorvarður Sveinsson
Þorvarður hefur setið í stjórn TM frá því í apríl 2021. Hann er framkvæmdastjóri Farice og starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Sýn. Þorvarður hefur reynslu sem framkvæmdastjóri, yfirmaður stefnumótunar og fjárfestingastjóri og hefur gegnt stjórnarstörfum í fjölda fyrirtækja á Íslandi og á Norðurlöndum, m.a. í Lýsingu, Lyfju, Símanum, Mílu, Öryggismiðstöð Íslands, Símanum Danmark og Vodafone Færeyjum. Þorvarður er með M.Eng. gráðu í verkfræði frá Harvard University og B.SC. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands.
Þorvarður er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins. Þorvarður er fæddur árið 1977.
Starfsreglur endurskoðunarnefndar
Varamenn í stjórn:
- Sara Pálsdóttir
- Bjarki Baxter
Endurskoðunarnefnd:
- Þorvarður Sveinsson, formaður
- Inga Björg Hjaltadóttir
- Hreiðar Bjarnason
Áhættunefnd:
- Helgi Bjarnason, formaður
- Bergsteinn Ólafur Einarsson
- Þorvarður Sveinsson
Hafa má samband við stjórn TM á netfanginu stjorn@tm.is.