Viðbrögð við tjóni
Viðeigandi viðbrögð við tjóni eru mismunandi eftir alvarleika og eðli tjónsins. Hér er tekið saman hvernig best er að bregðast við í hverju tilfelli fyrir sig ásamt helstu símanúmerum og samskiptaleiðum.
Þarftu aðstoð strax?
Í rólegheitum
Talaðu við okkur í netspjalli.
Viðbrögð við tjóni
Ökutækjatjón
Ökutækjatjón geta verið ýmiss konar. Ef um slys á fólki eða tjón vegna lögbrots er að ræða skal alltaf hringja í 112.
Hvað skal gera?
- Veldu milli þess að hringja í 112 (ef það á við) eða að fylla út tjónaskýrslu á staðnum.
- Á virkum dögum milli 07:45–18:30 getur þú fengið aðstoð við að fylla út tjónaskýrslu frá Aðstoð & Öryggi í síma 578 9090. Sú þjónusta er ókeypis.
- Sé ekki um neyðartilvik að ræða má tilkynna tjónið með viðeigandi tjónstilkynningu úr listanum hér.
- Ef það á við finnur þú viðurkennt verkstæði á listanum hér til að láta gera við bílinn.
Eignatjón
Hvað skal gera?
- Ef um neyðartilvik vegna eignatjóns er að ræða skal hringja í neyðarvakt TM í síma 800 6700.
- Sé um tjón vegna lögbrots að ræða, t.d. innbrot, skal samstundis kalla til lögreglu.
- Sé ekki um neyðartilvik að ræða má tilkynna tjónið með viðeigandi tjónstilkynningu úr listanum hér.
Ferðatjón
Hvað skal gera?
- Ef um neyðartilvik er að ræða vegna slysa eða sjúkdóma erlendis skaltu hafa samband við neyðarþjónustu SOS International í síma +45 38 48 88 00 eða með rafrænum hætti hér.
- Sé um tjón vegna lögbrots að ræða, t.d. innbrot, þjófnað eða rán, skal samstundis kalla til lögreglu.
- Sé ekki um neyðartilvik að ræða má tilkynna tjónið með viðeigandi tjónstilkynningu úr listanum hér.
Önnur tjón
Hvað skal gera?
- Ef tjón verður á innbúi í innbúskaskó skal tilkynna það í gegnum TM appið. Önnur tjón má tilkynna með viðeigandi tjónstilkynningu úr listanum hér.
Fróðleikur tengdur tjónum
Ágreiningur
Þú eða annar sem hefur hagsmuna að gæta getur skotið afstöðu TM í einstökum málum til úrskurðarnefnda. Sjá má meira um það hér.
Tjón vegna lögbrota
Sé um að ræða tjón vegna lögbrots, t.a.m. innbrot, þjófnað eða rán, skal samstundis kalla til lögreglu. Þetta á við um allar gerðir tjóna.
Tilkynning tjóna
Tjónstilkynningar fara almennt fram í gegnum vefinn og má sjá lista yfir þær hér. Tjón á innbúi í innbúskaskó eru tilkynnt í TM appinu og afgreidd samstundis.
Jarðskjálfti
Upplýsingar um varnir, viðbúnað og tjón vegna jarðskjálfta má finna hér.
Veðurviðvaranir
Svör við algengum spurningum eins og hvað er asahláka eða appelsínugul viðvörun er að finna hér.