18. febrúar 2022
TM mótið í handbolta
TM mótið í handbolta fór fram fyrir skemmstu í TM höllinni Garðabæ. Þar kepptu um 300 stúlkur í 5. flokki víðsvegar af landinu. Við undirbúninginn var í mörg horn að líta í ljósi heimsfaraldurs en mótið heppnaðist frábærlega. Stjarnan sem skipuleggur mótið á þakkir skyldar fyrir frábært utanumhald.
TM hefur í áraraðir stutt við íþróttaiðkun barna og haldið handknattleiks- og knattspyrnumót fyrir unga iðkendur víða um land á hverju ári.
Starfsfólk TM vonar að handknattleikshetjurnar hafi skemmt sér vel og þakkar þeim kærlega fyrir komuna.