Bless pappír!
Stígum enn umhverfisvænni skref með breyttum samskiptaleiðum
Við hjá TM höfum lagt mikla áherslu á að draga úr kolefnisfótspori okkar og viljum nú stíga enn umhverfisvænni skref. Í nóvember munum við alfarið hætta senda skjöl á pappír til viðskiptavina og samstarfsaðila okkar, nema eftir því sé sérstaklega óskað. Þess í stað munum við senda tölvupósta og birta upplýsingar á Mínum síðum á tm.is. Þannig getum við líka veitt enn skjótari og betri þjónustu.
Mínar síður eru þjónustusíður hjá TM. Þar er meðal annars hægt að skoða yfirlit yfir tryggingar, stöðu tjónaafgreiðslu, greiðslur og fleira.
Við biðjum viðskiptavini vinsamlegast að uppfæra tölvupóstfang sitt inn á Mínum síðum TM.
Ef eitthvað er óljóst hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í netspjallinu hér á vefnum, með tölvupósti á tm@tm.is eða í síma 515 2000.