Stakar innbús­tryggingar

Stakar innbústryggingar henta vel fyrir verðmæt listaverk, skartgripi, hljóðfæri, ljósmyndabúnað og einnig innbú utan heimilis, heita potta, skjólpalla og annað slíkt sem tryggja þarf sérstaklega.

TM býður upp á sértryggingar fyrir innbú sem þarf að tryggja sérstaklega, til að mynda ef heildarverðmæti hlutar í þinni eigu fer yfir 8–10% af tryggingarfjárhæð innbús eða yfir hámarksbætur í heimatryggingu. Þessar tryggingar eru tvenns konar, annars vegar skaðatrygging lausafjár og hins vegar brunatrygging lausafjár.

Viltu hafa samband?

Tölvupóstur

Alltaf opið

Sendu fyrirspurn í tölvupósti og þú færð svar frá ráðgjafa fljótlega.

Viltu lesa meira?