Fasteigna­trygging

Alhliða vernd fyrir fasteignina þína. Heimilið þitt er í öruggum höndum með fasteignatryggingu hjá TM.

Hjá TM fæst víðtæk og alhliða vernd fyrir fasteignina þína, heimilið sjálft, sem jafnan er verðmætasta fjárfestingin og mikilvægt að tryggja vel. Fasteignatrygging er samsett úr 13 liðum sem bæta tjón sem kunna að verða á fasteigninni sjálfri, til að mynda gólfefnum, innréttingum og hurðum af völdum vatns, óveðurs, innbrota eða annarra ástæðna.

 

Fasteignatrygging er stundum kölluð húseigandatrygging. Starfsfólk TM ráðleggur þeim sem búa í fjölbýli að kanna hvort fasteigna- eða húseigandatrygging sé sameiginleg fyrir fjölbýlið eða hvort hver og einn hafi sína tryggingu. Sé hún sameiginleg er ekki þörf á að kaupa sérstaka fasteignatryggingu fyrir fasteignina þína.

Algengar spurningar

Þarftu aðstoð við að stilla þessu upp?

Rafræni ráðgjafinn getur aðstoðað þig við að sníða þessa tryggingu að þínum þörfum og gefið þér upp verð áður en þú ákveður þig. Ferlið tekur bara nokkrar mínútur.