Slysa- og sjúkratrygging
Víðtæk vernd sem þú getur sett saman úr mörgum valkostum. Slysa- og sjúkratrygging veitir þér bætur ef slys eða sjúkdómur veldur þér tekjumissi eða örorku.
Slysa- og sjúkratrygging hjá TM er víðtæk vernd sem þú getur lagað að þínum þörfum. Til að mynda getur tryggingin gilt um slys eingöngu, sjúkdóma eingöngu eða hvort tveggja og vinnutíma eingöngu, frítíma eingöngu eða hvort tveggja. Með henni tryggir þú þér bætur ef slys eða sjúkdómur veldur þér tímabundnum tekjumissi eða varanlegri örorku.
Þú getur fengið aðstoð við að ákvarða bætur og þá valkosti sem þér standa til boða hjá rafrænum ráðgjafa eða í netspjalli og gengið frá tryggingunni hvar og hvenær sem þér hentar.
Algengar spurningar
Viltu hafa samband?
Tölvupóstur
Alltaf opið
Sendu fyrirspurn í tölvupósti og þú færð svar frá ráðgjafa fljótlega.