Sjúkrakostnaðartrygging
Ef þú flytur til Íslands og hefur ekki haft lögheimili á landinu í sex mánuði kemur sjúkrakostnaðartrygging TM vegna dvalarleyfis í stað sjúkratrygginga.
Samkvæmt lögum um almannatryggingar þarf fólk að hafa lögheimili á landinu í sex mánuði til að njóta sjúkratrygginga og á það bæði við um þau sem flytja lögheimili sitt til Íslands í fyrsta skipti og þau sem flytja aftur til Íslands eftir búsetu erlendis.
Þú ert tryggður í sex mánuði frá því að þú kemur til landsins og dvalarleyfi hefur verið gefið út. Hún er í meginatriðum eins og almannatryggingalögin og bætir til að mynda sjúkra-, lyfja- og lækniskostnað.
Algengar spurningar
Viltu hafa samband?
Tölvupóstur
Alltaf opið
Sendu fyrirspurn í tölvupósti og þú færð svar frá ráðgjafa fljótlega.