Kaskó­trygging

Ef þú ert með bílinn þinn í kaskó færðu bættar skemmdir á bílnum ef hann verður fyrir tjóni.

Ef þú kaskótryggir bílinn þinn færðu bættar skemmdir sem hann kann að verða fyrir, þar með talið skemmdir sem verða á rafhlöðu og undirvagni bílsins við akstur. Ef þú ert með ökutækjatryggingu hjá TM er auðvelt fyrir þig að bæta við kaskótryggingu í TM appinu. Þú getur séð þitt verð strax og fengið allar upplýsingar um trygginguna. Í framhaldinu getur þú framkvæmt kaskóskoðun í gegnum appið með því að taka myndir af bílnum. Í kjölfarið færðu samþykki rafrænt og um leið tekur tryggingin gildi.

Algengar spurningar

Hvað er innifalið?

Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.

Þarftu aðstoð við að stilla þessu upp?

Rafræni ráðgjafinn getur aðstoðað þig við að sníða þessa tryggingu að þínum þörfum og gefið þér upp verð áður en þú ákveður þig. Ferlið tekur bara nokkrar mínútur.